Aglow samvera verður í kvöld kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Við áttum góða kvöldstund í byrjun október þar sem konur sem fóru á Aglow ráðstefnu sögðu frá því markverðasta sem fyrir augu og eyru bar.
Á næsta fundi mun Þóranna M. Sigurbergsdóttir segja frá ferð sinni til Mið Asíu, en hún fór til Kirgistan og Úsbekistan í september. Það var margt sem kom á óvart. Mið-Asía er stórt landlukt svæði í Asíu. Svæðið er ekki skýrt afmarkað og ýmsar skilgreiningar notaðar. Á þessu svæði hafa lifað hirðingjaþjóðir og saga þess tengist náið Silkiveginum. Almennt er að telja Úsbekistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan, Kirgistan og Kasakstan til Mið-Asíu. Þóranna mun segja frá ýmsu sem hún sá og heyrði.
Eins og venjulega byrjum við á að fá okkur hressingu og eigum samfélag saman, syngjum og mun Þóranna segja frá og sýna myndir frá ferðinni. Allar konur eru velkomar og er alltaf gleðilegt að sjá nýjar konur koma.
Jólafundurinn verður 4. desember og janúarfundurinn verður 8. janúar, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst