Iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum lögðu leið sína í Miðstöðina í gærkvöld en þar gátu þeir kynnt sér ýmis verkfæri sem þar eru til sölu. Einnig var boðið upp á léttar veitingar. Marinó Sigursteinsson er eigandi Miðstöðvarinnar.
„Við vorum að opna eftir breytingar á búðinni og því var ákveðið að halda smá teiti. Einnig höldum við upp á það um þessar mundir að Miðstöðin hefur verið Fyrirmyndarfyrirtæki í átta ár. Bæði hjá Keldunni/VB og hjá Credit info. Þar eru gerðar miklar kröfur og erum við afskaplega stolt af þeirri viðurkenningu.”
Marinó vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks og viðskiptavina. Hann vill hvetja Eyjamenn til að versla í heimabyggð. „Við erum til að mynda með 22-23 í vinnu hjá okkur. Þetta skiptir allt miklu máli í stóru myndinni,” segir Marinó í samtali við Eyjafréttir. Óskar Pétur Friðriksson og Halldór B. Halldórsson mættu í teitið og má sjá myndefni frá þeim félögum hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst