Þátttakendur í Listasmiðjunni Að vera og gera opnuðu í dag sýningu á verkum sínum í Einarsstofu, þar sem þau kynntu fjölbreytt og skapandi verk frá vor- og haustönn 2024. Sýningin hófst með skemmtilegum tónlistarflutningi þar sem þátttakendur sungu og léku á hljóðfæri, undir dyggri stjórn Birgis Nilsen og Jarls Sigurgeirssonar. Flutningurinn vakti mikla lukku meðal áhorfenda og skapaði hlýlega stemningu í Einarsstofu. Á sýningunni mátti sjá fjölbreytt úrval verka sem endurspegla bæði hugmyndaauðgi og skapandi vinnu þátttakenda, allt frá málverkum og teikningum til keramikverka og þrívíddarskúlptúra. Sýningin verður einnig opin 23. nóvember frá kl. 12:00-15:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst