Litasýningin að vera og gera - myndir

Þátttakendur í Listasmiðjunni Að vera og gera opnuðu í dag sýningu á verkum sínum í Einarsstofu, þar sem þau kynntu fjölbreytt og skapandi verk frá vor- og haustönn 2024. Sýningin hófst með skemmtilegum tónlistarflutningi þar sem þátttakendur sungu og léku á hljóðfæri, undir dyggri stjórn Birgis Nilsen og Jarls Sigurgeirssonar. Flutningurinn vakti mikla lukku meðal áhorfenda og skapaði hlýlega stemningu í Einarsstofu. Á sýningunni mátti sjá fjölbreytt úrval verka sem endurspegla bæði hugmyndaauðgi og skapandi vinnu þátttakenda, allt frá málverkum og teikningum til keramikverka og þrívíddarskúlptúra. Sýningin verður einnig opin 23. nóvember frá kl. 12:00-15:00. 

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.