Hin árlega jólasýning fimleikafélagsins
Styrkirnir nýtast m.a. hjá Rán fimleikafélagi.

Hin árlega jólasýning Fimleikafélagsins Rán fór fram í gær fyrir fullum sal í íþróttahúsinu. Sex hópar á aldrinum 6-15 ára tóku þátt í sýningunni og sýndu fjölbreytt og skemmtileg atriði.

Leikarar úr Dýrunum úr Hálsaskógi sáu um að kynna sýninguna og svo voru foreldrar nokkurra nemenda kallaðir á svið til að keppa í boðhlaupi á móti börnunum sínum. Atriðið vakti mikla gleði og hlátur í salnum, enda fengu börnin tækifæri til að sýna foreldrunum hvernig á að standa sig í fimleikum.

Allir hóparnir sameinuðust svo í stórum dansi í lok sýningarinnar og að því loknu mættu jólasveinar að heilsa upp á krakkana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.