Gul viðvörun á Suðurlandi og Suðausturlandi
30. desember, 2024
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir fram til 31 des. kl. 10:00.

Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum og snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hægari vindur annars staðar á svæðinu og úrkomuminna, en líkur allhvössum vindi og hríð á Hellisheiði í nótt og fyrramálið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (nýársdagur):
Norðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en stöku él norðaustantil. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins. Þykknar upp vestanlands undir kvöld.

Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt suðaustantil. Hægari seinnipartinn. Frost 0 til 10 stig, kaldast austanlands.

Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 og él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Snýst í norðlæga átt með lítilsháttar éljum, en léttir til sunnan heiða. Herðir á frosti.

Á sunnudag:
Köld norðanátt og él, en úrkomulítið sunnantil.
Spá gerð: 30.12.2024 08:33. Gildir til: 06.01.2025 12:00.

Allt um veðrið.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst