Eyjatónleikar - Hlutu Fréttapýramídann 2023
22. janúar, 2025
Guðrún Mary og Bjarni Ólafur, handhafar Fréttapýramídans 2023.

Bjarni Ólafur og Guðrún Mary – Fyrir framtak í menningarmálum – Tónleikar þar sem vinir hittast:

„Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar árið 2011 á 100 ára afmælisdegi Oddgeirs Kristjánssonar. Seinna var Ása í Bæ gerð skil á aldarafmæli hans. Þeir félagar lögðu grunninn að þeim mikla bálki sem Eyjalögin eru. Það hefur aldrei verið slegið af í vali á listafólki. Tónlistin er í fyrirrúmi en tónleikarnir eru líka eitt stærsta ættar- og vinamót landsins. Um leið halda Bjarni Ólafur og Guðrún Mary á lofti þeim mikla menningararfi sem Eyjalögin eru. Fyrir það fá þau Fréttapýramídann 2023,“ segir í Eyjafréttum fyrir réttu ári síðan. Og þau eru ekki hætt, stefna á 14. tónleikana í Hörpu á laugardaginn.

Viðtalið í heild

„Upphafið má rekja til ársins 2011 þegar ég var vinna með og fyrir Palla Eyjólfs. Hann var umboðsmaður fyrir Bubba og fleiri og var hugmyndin að gera eitthvað í kringum þjóðhátíðina þetta ár.  Við flutt til Eyja og ég hættur hjá Palla. Um haustið átti að opna Hörpuna og ég spyr Guðrúnu hvort við ættum ekki að skella í eina tónleika í þessari nýju tónlistarhöll,“ segir Bjarni Ólafur um upphafið að Eyjatónleikunum í Hörpu sem hann og Guðrún Mary eiginkona hans hafa haldið í Hörpunni. Eru þeir orðnir tólf og þeir þrettándu verða laugardaginn 27. janúar nk.

„Ég sagði bara já og amen og treysti honum,“ segir Guðrún. „Það varð úr að við ákváðum að slá til. Daddi hringdi niður í Hörpu, það var ekki einu sinni búið að opna hana og við tókum frá Eldborgarsalinn.“

Ekkert til sparað. Myndir Óskar Pétur.

 

Í minningu Oddgeirs og Ása

Bjarni segir að þau hafi strax verið ákveðin í að helga tónleikana afmæli Oddgeirs Kristjánssonar sem hefði orðið 100 ára miðvikudaginn 16. nóvember 2011. „Þó tónleikarnir hafi ekki verið um helgi tókust þeir frábærlega vel og aðsókn góð,“ segir Bjarni. Tónleikarnir báru heitið, Bjartar vonir vakna með tilvísun í eitt af þekktari lögum Oddgeirs, Vor við sæinn. Mikill metnaður var lagður í tónleika og einvalalið tónlistarfólks kom fram. Þorvaldur Bjarni stjórnaði stórsveit og margir af bestu söngvurum landsins létu ljós sitt skína. Þarna var lagður grunnurinn og þann 27. janúar verða þrettándu tónleikarnir í Hörpu.

„Við fengum mikla hvatningu um að gera þetta aftur. Ég ræddi m.a. við Elliða, þáverandi bæjarstjóra og hann sagði; – Daddi, í ykkar sporum myndi ég vera með tónleikana í janúar og tengja þá meira við gosið 1973. Okkur fannst þetta mjög skynsamlegt og héldum næstu tónleika í janúar 2013. Þeir hafa síðan verið helgi sem næst upphafi eldgossins 23. janúar.“

Undantekningarnar voru árið 2014 þegar tónleikarnir voru helgaðir minningu Ása í Bæ sem hefði orðið 100 ára þann 27. febrúar þetta ár og eitt covid árið þar sem þeir voru færðir til vorsins.

Daddi og Hákon Tristan kynna það sem fram er borið á Eyjatónleikum.

 

Standa saman

Mikið er lagt undir og ábyrgðin er þeirra og stendur og fellur með aðsókn. „Nei. Ég finn ekki svo mikið fyrir stressi, alls ekki. Fannst þetta frábær hugmynd frá byrjun og ef það er einhver sem kann þetta, þá er það hann Daddi minn. Við stöndum saman í þessu en hann sér mestmegnis um alla skipulagningu. Mér líður best að vera á bak við,“ segir Guðrún og Bjarni grípur boltann.

„Guðrún er akkerisfestin, jarðtenging en við ræðum þetta mikið. Veltum upp hlutum eins og flytjendum og lögum. Það gerist ekkert nema að stjórnarformaðurinn samþykki. Auðvitað er maður stressaður þegar miðasala fer hægt af stað. Það er ekki auðvelt fyrir einstaklinga eins og okkur að standa í þessu. Sem dæmi höfum við ekki hugmynd um hvort næstu tónleikar verða réttu megin við núllið.“

Oddgeir og Ási eru og verða kjölfestan í þeim mikla bálki sem Eyjalögin eru. „Við höldum alltaf tryggð við Oddgeir og á hverjum tónleikum eru þrjú til fjögur lög og stundu, fleiri eftir hann. Sama má segja um Ása og fleiri, þeir hafa fengið sinn sess. Við höfum líka skotið upp á skjá, því sem við köllum póstkort þar sem fjallað er um menn og viðburði í Eyjum. Blandað þessu saman en í dag eru tónleikarnir meira tengdir þjóðhátíðinni. Gleymum því ekki að Oddgeir er upphafsmaður þjóðhátíðarlaganna sem eru besta auglýsing sem þjóðhátíðin fær. Gefa okkur ótrúlegt forskot á aðrar útihátíðir.“

 

Ár eftir ár hafa gestir fyllt Eldborgarsalinn á Eyjatónleikunum.

 

Valið fólk í hverju rúmi

Það er staðreynd að þið hafið fengið til liðs við ykkur okkar besta tónlistarfólk. Hvernig er að sannfæra það um að taka þátt í þessu með ykkur? „Ég verð að nefna Eyjamanninn og vin okkar, Eið Arnarsson bassaleikara sem hefur reynst okkur gríðarlega vel,“ segir Bjarni. „Eiður er eins og Guðrún, mjög jarðbundinn, hreinn og beinn og segir nákvæmlega það sem honum finnst. Ótrúlega næmur á þessa hluti enda verið í þessum bransa mjög lengi. Gríðarlegur reynslubolti og hjálpaði mikið í upphafi. Ekki síst að fá Þorvald Bjarna sem var með okkur á tveimur fyrstu tónleikunum. Þeir voru og eru saman í Todmobile og þekkjast því vel. Það hjálpaði líka að Oddgeir nýtur mikillar virðingar hjá tónlistarfólki.“

„Tónlistarfólkinu finnst svo gaman að syngja Eyjalögin. Maður finnur hvað þau meta það mikils að taka þátt í þessu með okkur. Eru þakklát í rauninni. Það eru forréttindi að fá að vinna að þessu verkefni,“ segir Guðrún.

Margt okkar fremsta tónlistarfólks hefur komið fram á Eyjatónleikunum.

 

Sterk Eyjatenging

Vestmannaeyjar skartar ungu og kröftugu tónlistarfólki og hafa Bjarni og Guðrún verið óhrædd að gefa þeim tækifæri. „Frá fyrstu tónleikunum höfum við verið með sterka Eyjatengingu og fólkið okkar hefur haft mjög gaman að því að koma fram á tónleikunum. Það er líka mikils virði fyrir okkur sem stöndum í þessu,“ segir Bjarni.

Þegar litið er til baka má segja að hvergi er slegið af í vali á listafólki og tilfinning að alltaf sé reynt að gera betur. Þau eru sammála um það sé uppleggið. „Fólk talar um það, ekki síst fastakúnnarnir sem segja eftir hverja tónleika, þetta er það flottasta hingað til. Ekki sé hægt að toppa þetta, er það sem við fáum að heyra. Það er líka svo þakklátt sem er okkur svo mikils virði,“ segir Guðrún.

„Talandi um metnað þá höfum við aldrei verið með stærri hóp en á tónleikunum þann 27. janúar. Í allt eru flytjendur tíu og erum við í vandræðum með finna nógu mörg lög á hvern flytjenda. Auðvitað er það áhætta en við viljum standa okkur,“ segir Bjarni og giskar á að heildina séu tónleikagestir um 15.000 og lögin 130 til 150.

Bjarni segir þetta kosta mikla skipulagningu og vinnu sem hefst strax eftir hverja tónleika. Þórir Úlfarsson, sem stjórnað hefur hljómsveitinni í níu tónleika og Eiður koma að þeirri vinnu. Hann segir það líka hjálpa að litlar breytingar eru á hljómsveitinni. „Okkur þykir líka gaman að hafa fengið Lúðrasveitina okkar og kórana, Karla- og Kvennakór Vestmannaeyja til liðs við okkur. Núna er Kvennakórinn að koma fram hjá okkur í annað skiptið og Karlakórinn í fjórða skiptið. Ég finn líka hjá öðru listafólki að því finnst kórarnir styrkja tónleikana,“ segir Daddi.

Daddi á hliðarlínunni.

 

Fólk kemur aftur og aftur

Svo er það stóra spurningin, hvað eigið þið eftir standa lengi í þessu? Þau hlæja bæði. „Ég veit það ekki. Maður er svo ótrúlega þakklátur fyrir að fólk vilji koma aftur og aftur. Hvað þetta gengur vel. Við segjum stundum að best væri að hvíla á næsta ári. Á meðan að eftirspurn er til staðar getum við haldið áfram,“ segir Guðrún.

„En þetta er ekki bara að koma saman og syngja þjóðhátíðarlögin í janúar. Við erum að hittast Eyjamenn sem er svo stór hópur, ekki bara í Vestmannaeyjum. Við eigum þennan samastað í Hörpunni í janúar, á tíma sem við tengjum svo sterkt við. Þetta er öðrum þræði, ættar-, fjölskyldu- og vinamót. Þetta eru einu tónleikarnir í Hörpunni sem fá 30 til 40 mínútna hlé sem segir sitt.“

Bjartmar, Ragga, MC Gauti, Frikki Dór, Jón Jóns, Salka Sól, Védís Hervör. Albert í Moldu, dægurlagasöngvarinn frá Hoffelli. Að okkar mati vel í lagt.

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.