Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú í janúar af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Viðurkenninguna í hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Um hann segir: Oliver átti frábært ár og var lykilleikmaður ÍBV sem vann Lengjudeildina síðastliðið haust. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk og var valinn besti leikmaðurinn. Oliver er glæsileg fyrirmynd fyrir unga iðkendur, duglegur og óþreytandi í leik sínum. Hann endurspeglar anda ÍBV – baráttu og gleði. Á árinu vakti Oliver athygli erlendis og fékk tækifæri til reynslu hjá enskum stórliðum í lok ársins. Oliver svaraði nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir.
Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum: Já, ég fæddist í Englandi og bjó þar í tæplega 12 ár áður en við fluttum heim og þá bjó ég í Laugardalnum þar til ég flutti til Eyja sumarið 2023.
Mottó: Aldrei gefast upp.
Síðasta hámhorfið: Það var Squid games 2.
Uppáhalds hlaðvarp: Joe Rogan klárlega.
Aðaláhugamál: Ég myndi segja að spila fótbolta, mér finnst það skemmtilegast.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Slaka á, það er mjög mikilvægt.
Hvað óttast þú mest: Það er ekki margt, en fyrsta sem kemur í huga er að standast ekki væntingar minna nánustu.
Hvað er velgengni fyrir þér: Að vera ánægður/glaður í öllu sem eg geri.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði í kringum 6 ára minnir mig en það var bara einu sinni í viku þangað til ég flutti heim til Íslands.
Var eitthvað sem kom á óvart í sumar? Ekki beint, ég hafði alltaf trú á sjálfum mér en það var ekki víst að það myndi fara eins og það fór.
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.