Austan stormur á Stórhöfða í viku
Veðrið hefur haft áhrif á samgöngur og siglir Herjólfur til Þorlákshafnar þessa dagana. Mynd Addi í London.

„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær.

Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa upplifað síðustu vikuna, austan beljandi dag eftir dag. Áki Heinz Haraldsson skráir eftirfarandi á síðu Óskars: „Maður hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum stöðuga og hvassa vindi og til marks um það upplifði ég fjórða dag inniveru í röð í dag og man ég vart eftir því áður. Þegar litið er til veðurspár morgundagsins lítur bærilega út með þokkalegt gönguveður.“

Þegar þetta skrifað, kl. 10.10 á miðvikudagsmorgni hefur snarlægt en þó 12 m/s metrar á Stórhöfða og sjö stiga hiti. Ekki slæmt í febrúar.

 

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.