„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær.
Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa upplifað síðustu vikuna, austan beljandi dag eftir dag. Áki Heinz Haraldsson skráir eftirfarandi á síðu Óskars: „Maður hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum stöðuga og hvassa vindi og til marks um það upplifði ég fjórða dag inniveru í röð í dag og man ég vart eftir því áður. Þegar litið er til veðurspár morgundagsins lítur bærilega út með þokkalegt gönguveður.“
Þegar þetta skrifað, kl. 10.10 á miðvikudagsmorgni hefur snarlægt en þó 12 m/s metrar á Stórhöfða og sjö stiga hiti. Ekki slæmt í febrúar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.