ÍBV sótti KA heim í gær í Olísdeild karla. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu í leikhléi 19-17. ÍBV komst tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks en KA jafnaði og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði leiks. KA-menn skoruðu síðasta mark leiksins þegar um hálf mínúta var eftir og jöfnuðu þeir þá leikinn. Lokatölur 31-31.
Markahæstir í Eyjaliðinu voru Sigtryggur Daði Rúnarsson með 8 mörk, Sveinn Jose Rivera skoraði 7, Daniel Esteves Vieira gerði 5 og þeir Nökkvi Snær Óðinsson, Gauti Gunnarsson og Dagur Arnarsson skoruðu hver um sig þrjú mörk. ÍBV er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig tveimur stigum á eftir Haukum. Stjarnan er svo í sjöunda sæti tveimur stigum á Eftir ÍBV en á leik til góða gegn Aftureldingu í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst