Jafntefli fyrir norðan
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV sótti KA heim í gær í Olísdeild karla. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu í leikhléi 19-17. ÍBV komst tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks en KA jafnaði og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði leiks. KA-menn skoruðu síðasta mark leiksins þegar um hálf mínúta var eftir og jöfnuðu þeir þá leikinn. Lokatölur 31-31.

Markahæstir í Eyjaliðinu voru Sig­trygg­ur Daði Rún­ars­son með 8 mörk, Sveinn Jose Ri­vera skoraði 7, Daniel Esteves Vieira gerði 5 og þeir Nökkvi Snær Óðins­son, Gauti Gunn­ars­son og Dag­ur Arn­ars­son skoruðu hver um sig þrjú mörk. ÍBV er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig tveimur stigum á eftir Haukum. Stjarnan er svo í sjöunda sæti tveimur stigum á Eftir ÍBV en á leik til góða gegn Aftureldingu í kvöld.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.