„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni.
Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum þeim sem gáfu sína vinnu við aðkomu kvöldsins. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Kærleikskveðja til ykkar allra.
Óskar Pétur Friðriksson smellti fullt af myndum á kvöldinu og má skoða þær hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst