Halda magnaða tónleika í sundlauginni
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja, Birgir Nilsen.

Biggi Nielsen, bæjarlistamaður mun halda magnaða tónleika í Sundlaug Vestmannaeyja á morgun, fimmtudaginn 20.mars kl:20:30. Tónleikarnir eru í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins.

Biggi mun ásamt hljómsveit spila einstök verk sem innihalda hljóð úr nátttúru Vestmannaeyja og þar á meða hljóð hvala í kringum Vestmannaeyjar sem vísindafólk úr Háskóla Íslands hefur tekið upp og notað í rannsóknir sínar.

Um er að ræða mjög sjónrænan og áhugaverðan viðburð í Sundlaug Vestmannaeyja, þar sem frumflutt verða fleiri lög með söngvum hvala sem spiluð verða í neðansjávar hátölurum undir yfirborði sundlaugarinnar og ofanjarðar verður hljómsveit sem spilar fyrir gesti sundlaugarinnar með hreyfimyndum úr náttúru Vestmannaeyja og hafinu í kring.

Viðburðinum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hafsins og vekja athygli á rannsóknum því tengdu og auka áhuga á haflæsi. Hljómsveitina skipa: Birgir Nielsen Þórsson: trommur, slagverk, forritun. Ásgeir Ásgeirsson: gítarar. Þórir Ólafsson: Hljómborð og synthesiser. Þórir Rúnar Geirsson: Bassi.

Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir og gestir geta notið tónleikanna til fulls ofan í sundlauginni eða fylgst með á bökkum laugarinnar.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.