Lokaumferð Olísdeildar karla fór fram í gær. Eyjamenn mættu HK á heimavelli og fóru leikar þannig að ÍBV sigraði nokkuð örugglega 34-28 og tryggði liðið sér sjötta sætið með 23 stig. Það þýðir að liðið mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum og er fyrsti leikur einvígisins laugardaginn 5. apríl í Mosfellsbæ. Markahæstir í Eyjaliðinu í gær voru þeir Dagur Arnarsson og Elís Þór Aðalsteinsson með 7 mörk og Gauti Gunnarsson skoraði 5.
Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar (átta liða úrslitum) þarf að vinna tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
Leikjadagskráin lítur svona út:
Dagur | Tími | Völlur | Leikur | |||||
fös. 04. apr. 25 | 19:30 | Kaplakriki | FH – HK | |||||
fös. 04. apr. 25 | 19:30 | Lambhagahöllin | Fram – Haukar | |||||
lau. 05. apr. 25 | 16:30 | N1 höllin | Valur – Stjarnan | |||||
lau. 05. apr. 25 | 16:30 | Íþróttam. Varmá | Afturelding – ÍBV | |||||
mán. 07. apr. 25 | 19:30 | Ásvellir | Haukar – Fram | |||||
mán. 07. apr. 25 | 19:30 | Kórinn | HK – FH | |||||
þri. 08. apr. 25 | 19:30 | Íþróttam. Vestmannaeyja | ÍBV – Afturelding | |||||
þri. 08. apr. 25 | 19:30 | HekluHöllin | Stjarnan – Valur | |||||
fös. 11. apr. 25 | 19:30 | Lambhagahöllin | Fram – Haukar | |||||
fös. 11. apr. 25 | 19:30 | Kaplakriki | FH – HK | |||||
lau. 12. apr. 25 | 19:30 | Íþróttam. Varmá | Afturelding – ÍBV | |||||
lau. 12. apr. 25 | 19:30 | N1 höllin | Valur – Stjarnan |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst