ÍBV mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum
Eyja 3L2A9917
Dagur Arnarsson í baráttu. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Lokaumferð Olísdeildar karla fór fram í gær. Eyjamenn mættu HK á heimavelli og fóru leikar þannig að ÍBV sigraði nokkuð örugglega 34-28 og tryggði liðið sér sjötta sætið með 23 stig. Það þýðir að liðið mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum og er fyrsti leikur einvígisins laugardaginn 5. apríl í Mosfellsbæ. Markahæstir í Eyjaliðinu í gær voru þeir Dagur Arnarsson og Elís Þór Aðalsteinsson með 7 mörk og Gauti Gunnarsson skoraði 5.

Í fyrstu um­ferð úrslitakeppninnar (átta liða úr­slit­um) þarf að vinna tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúr­slit­um.

Leikja­dag­skrá­in lítur svona út:

Dag­ur  Tími    Völl­ur  Leik­ur   
fös. 04. apr. 25  19:30  Kaplakriki    FH – HK     
fös. 04. apr. 25  19:30    Lambhaga­höll­in    Fram – Hauk­ar       
lau. 05. apr. 25  16:30    N1 höll­in    Val­ur – Stjarn­an       
lau. 05. apr. 25  16:30    Íþróttam. Varmá    Aft­ur­eld­ing – ÍBV       
mán. 07. apr. 25  19:30    Ásvell­ir    Hauk­ar – Fram       
mán. 07. apr. 25  19:30    Kór­inn    HK – FH       
þri. 08. apr. 25  19:30    Íþróttam. Vest­manna­eyja    ÍBV – Aft­ur­eld­ing       
þri. 08. apr. 25  19:30    HekluHöll­in    Stjarn­an – Val­ur       
fös. 11. apr. 25  19:30    Lambhaga­höll­in    Fram – Hauk­ar       
fös. 11. apr. 25  19:30    Kaplakriki    FH – HK       
lau. 12. apr. 25  19:30    Íþróttam. Varmá    Aft­ur­eld­ing – ÍBV       
lau. 12. apr. 25  19:30    N1 höll­in    Val­ur – Stjarn­an       

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.