Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar árið 2024 á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 694 millj.kr. og afkoma ársins var jákvæð sem nemur 111 millj.kr.
Fram kemur í afgreiðslu að ráðið samþykki fyrirliggjandi ársreikning og var honum vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Enn fremur segir að góð staða hafnarstjóðs sé meðal annars til komin vegna seinkunar á samþykkt samgönguáætlunar og hafa því stórar framkvæmdir frestast. Ljóst er að fjárfrekar framkvæmdir eru framundan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst