Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski skrifaði í vikunni undir samning út keppnistímabilið við knattspyrnudeild ÍBV. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins segir að hann komi til með að leika með liðinu í Bestu deild karla en fyrsti leikur ÍBV er á mánudaginn kemur gegn Víkingum á útivelli.
Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara, Korona Kielce og Resovia Rzeszow síðustu ár en hann er uppalinn hjá Wisla Plock. Knattspyrnuráð býður Marcel velkominn til liðsins og hlakkar til samstarfsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst