Fjölbreytt úrval og persónuleg þjónusta
7. apríl, 2025

„Ég tók við sem rekstrarstjóri fyrstu vikuna í maí á síðasta ári. Ég kom úr Krónunni, þar sem ég hóf störf sem verslunarstjóri árið 2019. Þar áður rak ég Skýlið ásamt móður minni, Svanhildi Guðlaugsdóttur, í sex ár. Ég starfaði einnig oft hjá henni öll árin sem hún rak Skýlið,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Vestmannaeyjum. „Umskiptin voru talsverð, að fara úr matvöruverslun yfir í byggingar- og heimilisvörur, en grunnurinn er sá sami – að uppfylla þarfir viðskiptavina. Mikill tími hefur farið í að læra en ég nýt þess að starfa með öflugu starfsfólki sem hefur mikla reynslu og metnað til að veita framúrskarandi þjónustu. Vöruúrvalið er afar fjölbreytt – mótatimbur, byggingarstál, heimilistæki, málning og svo margt f leira. Mun meira en ég bjóst við í upphafi.“

Þjónusta bæði fagfólk og einstaklinga

„Við þjónustum aðallega fagmenn sem eru að byggja allt frá einbýlishúsum upp í fjölbýli, en einnig einstaklinga sem eru að laga, breyta og mála heima hjá sér. Hjá okkur fá fagmenn og heimili verkfæri af öllum stærðum og gerðum. Ef einhverjum vantar þvottavél eða önnur heimilistæki, þá er kjörið að koma til okkar, við erum alltaf með góð verð á heimilistækjum. Blómaval, sem er hluti af Húsasmiðjunni, sér svo um allt sem tengist blómum – og er eina blómaverslunin í Vestmannaeyjum. Þar er hægt að fá fallega blómvendi og aðstoð við útfarir. Þetta undirstrikar hversu fjölbreytt vöruúrvalið er hér í versluninni.“

Málning, byggingavörur og heimilisvörur

Húsasmiðjan í Vestmannaeyjum er með málningu frá Jotun, þar á meðal vinsælu innimálninguna Lady og JotaProff, auk viðar- og fúavarnar eins og Trebitt og Drygolin. „Við seljum einnig þakjárn, klæðningar, útidyra-, bílskúrs- og innihurðir, glugga og fleira – vörur sem þarf að sérpanta,“ segir Ólafur. „Við bjóðum líka upp á mikið úrval af grillum, reiðhjólum, trampólínum, pottum og pönnum, hnífapörum og gjafavöru. Þá höfum við sérstaka timbursölu, sem er vinsæl bæði hjá einstaklingum og verktökum. Já, það er af nógu að taka!“

Áskoranir og þjónustulund

Ólafur segir að mikil áhersla sé lögð á persónulega þjónustu og skilvirk samskipti við viðskiptavini. „Við fáum oft flókin og krefjandi verkefni, þar sem stundum vantar hlutina strax. Stærri pantanir kalla á skipulagningu, svo að varan berist á réttum tíma. Lagerstaðan getur verið breytileg, og það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að flytja vörur til Vestmannaeyja. Okkar markmið er alltaf að hafa þjónustuna góða og verðið samkeppnishæft fyrir viðskiptavini Húsasmiðjunnar,“ segir Ólafur

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst