Fyrirtækið Laxey hf. hyggst stækka landeldisstöð sína fyrir lax við Viðlagafjöru og sækja um leyfi fyrir allt að 42 þúsund tonna eldi á ári. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins í dag.
Þar segir enn fremur að Laxey sé einnig með áform um að reisa aðra seiðaeldisstöð og er hún áformuð á athafnasvæði vestan við Viðlagafjöru þar sem hámarkslífmassi yrði allt að 300 tonn. Núverandi eldisleyfi heimilar hámarkslífmassa laxfiska upp í allt að 7.000 tonn á ári en eftir stækkun yrði hámarkslífmassi í stöðinni allt að 22.000 tonn.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst