Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsti á dögunum eftir samstarfsaðilum vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Umsóknarfrestur rann út þann 7. apríl síðastliðinn. Alls bárust tvær umsóknir og var það annars vegar frá Laugum ehf/Í toppformi ehf og hins vegar frá hópi einstaklinga sem hyggjast stofna einkahlutafélag; þau Eygló Egilsdóttir, Garðar Heiðar Eyjólfsson, Þröstur Jón Sigurðsson og Leifur Geir Hafsteinsson.
Farið verður yfir umsóknirnar á næstu dögum og verður það í höndum bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna úr þeim í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst