Formannsskipti hjá Krabbavörn
10. apríl, 2025
Þóranna OPF 20250408 212927
Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Krabbamein. Þegar þetta orð er notað fer beygur um fólk, sérstaklega þegar það snertir ástvini.  Í Vestmannaeyjum er starfandi félag sem gefur sig að þeim sem verða fyrir því að fá krabbamein. Krabbavörn hefur það hlutverk að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra. Í félaginu eru yfir fimm hundruð meðlimir og var aðalfundur félagsins haldinn þriðjudagskvöldið  8. apríl. Þar var farið yfir starf félagsins árið 2024. Félagið nýtur mikillar velvildar og hafa hópar og einstaklingar styrkt það á ýmsan hátt.

Bleikur október og mottu-mars eru fastir liðir,  gamlársdagshlaup, ljósaganga á Eldfell og margt fleira. Félagið hefur séð um að innrétta og útbúa góða aðstöðu á Sjúkrahúsinu fyrir lyfjagjafir og meðferðir. Það er mikill munur fyrir fólk að þurfa ekki að fara upp á land til lyfjagjafa með því umstangi sem því fylgir.

Ætlar að sippa tíu þúsund sipp til styrktar félaginu

Í byrjun fundarins kynnti sr. Viðar Stefánsson framtak sem verður í safnaðarheimili Landakirkju á föstudaginn langa, þar ætlar hann að sippa tíu þúsund sipp til styrktar félaginu. Allir eru velkomnir að  fylgjast með og hvetja kappann. Nánar verður sagt frá þessu framtaki Viðars á næstu dögum hér á síðunni.

Siggu Stínu og Margréti Þóru þökkuð góð störf

Á fundinum var ný stjórn kjörin. Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir hætti sem formaður og Margrét Þóra Guðmundsdóttir hætti sem ritari og voru þeim þökkuð góð störf, en Sigga Stína hefur verið formaður í áratug. Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir tekur við sem formaður og Guðrún Gísladóttir tekur við sem ritari. Vera Björk Einarsdóttir verður varamaður í stjórn, en Valgerður Þorsteinsdóttir, Olga Sædís Bjarnadóttir, Kristín Valtýsdóttir og Fjóla Róbertsdóttir verða áfram í stjórn.  Valgerður var og er varaformaður og Olga var og er gjaldkeri Krabbavarnar. Þetta eru allt kraftmiklar konur sem vinna vel saman.

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 16.00 ætlar félagið að afhenda Vestmannaeyjabæ bekk og borð á Vigtartorgi og eru allir velkomnir.

Mikilvægt að hlusta og vera til staðar fyrir þá sem þurfa

Þóranna segir í samtali við Eyjafréttir að hún hafi orðið mjög hissa þegar til hennar var leitað um að verða formaður félagsins. Hún segist hafa haft áhuga á starfi félagsins undanfarin ár, eða síðan eiginmaður hennar greindist með krabbamein fyrir rúmum fjórum árum. Þóranna hefur sinnt fólki á margvíslegan hátt, starfað með konum í Aglow, tekið þátt í ,,tólf spora” starfinu í Landakirkju, verið í bæna- og leshópum og tekið þátt í kristilegu starfi til áratuga. Þóranna er leikskólakennari og með diploma gráðu í sálgæslu frá HÍ. Hún hefur sinnt konum sérstaklega bæði hér á landi og í hjálparstarfi í Keníu í Afríku. Hún skrifaði bókina Móðir Missir Máttur ásamt Veru Björk og Oddnýju Garðarsdóttur um það að missa barn óvænt. Þóranna er þakklát fyrir það traust sem henni er sýnt og hlakkar til að takast á við verkefni með Krabbavörn. Þá segir  hún að hún finni, að með vaxandi aldri sé mikilvægt að hlusta og vera til staðar fyrir þá sem þurfa.

Að lokum minnir hún á að Krabbavörn hefur aðstöðu í Arnardrangi og á þriðjudögum kl. 13.00 – 15.00 er opið hús fyrir konur og er þar gott samfélag. „Á miðvikudagskvöldum kl. 19.30 – 21.30 hittast karlar, jafningjafræðsla er mjög mikilvæg.”

Nýkjörin stjórn Krabbavarnar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst