Þriðju umferð Bestu deildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram. Eyjamenn enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið sýndi fína takta í síðasta leik er þeir slógu Víking Reykjavík út úr bikarnum. Fram er með 3 stig eftir sigur í síðustu umferð gegn Breiðablik.
Leikið verður á Þórsvelli í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00. Fram kom í færslu á facebook-síðu knattspyrnudeildar ÍBV í gær að stúkan á Þórsvellinum sé farin að taka á sig góða mynd og eru nú 300 sæti komin þar niður.
„Það var knattspyrnuráð með Nóel Gauta Óskarsson sjö ára í broddi fylkingar sem henti niður sætunum í gærkvöldi (í fyrrakvöld). Það héldu Nóel Gauta engin bönd í að setja sætin niður er hann mundaði skrúfvélina að einstakri snilld eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Vonum að fólk sjái sér fært að mæta á leikinn og styðja okkar peyja til sigurs gegn Fram.”
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst