Hressó hættir – Eftirsjá en líka þakklæti
3. júní, 2025

Það voru tímamót þegar Hressó lokaði eftir 30 ár á föstudaginn, 30. maí sl. Í þrjá áratugi hefur Líkamsræktarstöðin Hressó verið ein af stoðum samfélagsins í Eyjum. Hjartað í Hressó hefur verið frá upphafi systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur sem opnuðu Hressó á þrettándanum 1995.  Þangað hafa þúsundir sótt líkamlegan og andlegan styrk og ekki síst félagsskap og samveru sem er mesta eftirsjáin þegar upp er staðið. Spjall fyrir og eftir tíma um allt og ekkert og systurnar ófeimnar að segja sína skoðun.

 

Dagmar, Anna Dóra, Jóhanna og Kolla Ævars.

Starfsemin var fjölbreyttari en margan grunar, stöðvar á þremur stöðum og fjölbreyttir tímar. Í Stóra Hressó var boðið upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og tækjasal, í Íþróttamiðstöðinni var þreksalur og svo erCrossfitEyjar staðsett að Hlíðarvegi. Boðið var upp á fjölbreytta tíma, m.a. Crossfit, Spinning, Core tíma og Yoga í heitum sal.

Jóhanna, Ómar og Anna Dóra.

Fyrir þann sem þetta skrifar er eftirsjáin mikil en líka þakklæti fyrir frábæra samleið í 30 ár.  Anna Dóra og Jóhanna kvöddu á Facebook: Stór tímamót! Síðasti dagurinn eftir 30 àra farsæla sögu! Hressó kveður og þakkar ykkur öllum sem hafa átt viðskipti við okkur í gegnum árin. Ást og friður – Bendum á Prentsmiðjan Gym fyrir æfingaþyrsta – Open gym og tímar í boði.

Kaffistofan var hjartað á Hressó. Síðasta spjallið.

Síðasti tíminn  á Hressó var í hádeginu á föstudaginn og honum stýrðu Jóhanna og Dagmar Skúla af mikilli snilld og krafti. Á eftir var saknaðarstund en líka þakklæti til þeirra systra fyrir árin 30. Nú er bara að leita á ný mið og Prentsmiðjan Gym hjá Gilla Hjartar er fyrsti kosturinn.

Hér birtast nokkrar myndir af síðustu dögum Hressó. Kristján Egilsson tók myndirnar frá lokadeginum.

 

Hresso14

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.