Kvennalið ÍBV tók á móti Fylki í eina leik kvöldsins í 9. umferð Lengjudeildar kvenna. Leikurinn fór fram á Þórsvelli og voru Eyjastelpur með mikla yfirburði í leiknum. Allison Patricia Clark skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu Olgu Sevcovu. Aðeins þremur mínútum síðar bætti hún svo við öðru marki aftur eftir sendingu frá Olgu Sevcovu sem hafði átt frábæran sprett upp völlinn. Olga lagði svo boltann fyrir Clark og eftirleikurinn auðveldur fyrir hana. Eyjakonur voru í miklu stuði í fyrri hálfleik og bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Viktorija Zaicikova skoraði á 42. mínútu eftir fyrirgjöf frá Allison Lowrey og Lowrey skoraði svo fjórða markið þremur mínútum síðar.
Eyjakonur héldu áfram að sækja að marki Fylkis í seinni hálfleik og á 83. mínútu kom loks fimmta markið eftir vel útfærða aukaspyrnu en það var Sandra Voitane sem tók spyrnuna. Hún renndi boltanum á Kristínu Klöru Óskarsdóttir sem átti góða fyrirgjöf og Helena Hekla Hlynsdóttir kláraði af miklu öryggi. Frábær leikur hjá stelpunum sem eru á mikilli siglingu.
Eftir leikinn er ÍBV á toppi Lengjudeildarinnar með 22. stig en Fylkir er í fallbaráttunni með 6.stig.
Stelpurnar mæta næst Grindavík/Njarðvík föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Ekki er komið á hreint hvort leikurinn fari fram á Þórsvelli eða Hásteinsvelli.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.