Hljómsveitin Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn hafa sent frá sér nýtt lag, ,,Heima Heimaey”, sem komið er út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann ,,Heya Heya” með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð.
Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís hafði þetta að segja um lagið: „Mig hefur í nokkurn tíma langað að gera þessa útgáfu, en hugmyndinni laust niður í hausinn á mér þegar ég lá í heitum potti í sumarbústað og heyrði Heya Heya með The Blaze spilað í Hamingjustund þjóðarinnar á Bylgjunni. Það var eiginlega ómögulegt að sleppa þessu, svissa bara Heya Heya Hey yfir í Heima Heimaey og málið dautt! …þó við verðum ekki á Þjóðhátíð í sumar létum við það ekki stoppa okkur en við ætlum að trylla Hjarta Hafnarfjarðar og Akureyri um versló.“
Hér má finna link af nýja laginu þeirra á Spotify: https://open.spotify.com/track/12iA9ZaC11bopVkAuBiqkW?si=f2dd26a3ee56422d
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst