„Ég var þriggja og hálfs árs upp á dag þegar eldgosið hófst í Heimaey þann 23. janúar 1973. Ég man aðeins eftir gosnóttinni og flóttanum frá Eyjum, Ég horfði á gosið út um stofugluggann heima, sá bjarma í fjarska og svo man ég eftir mörgu fólki niðri við höfn. Fólk með svarta plastpoka, líklega fulla af dóti koma líka upp í hugann,” segir Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, sem er fæddur 23. júlí 1969 í viðtali við Guðna Einarsson í blaði Eyjafrétta sem koma út á morgun.
Hann er sonur Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar (1935-2020) og Aniku Jónu Ragnarsdóttur (f. 1934). Guðjón var fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og síðar skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík og rithöfundur. Anika Jóna, húsfreyja og sjúkraliði, er frá Lokinhömrum og Hrafnabjörgum í Arnarfirði, einum afskekktasta stað á Íslandi.
Systkini Eyjólfs eru þau Ragnar Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, var þriggja og hálfs árs Eyjapeyi þegar Heimaeyjargosið byrjaði 23. janúar 1973. Bækur föður hans prýða ráðherra skrifstofuna. Ljósmynd/GE heiður (f. 1963), Ragnar (f. 1965) og Kristín Rósa (f. 1972). Guðjón og Anika Jóna byggðu einbýlishús við Kirkjubæjarbraut 21 á árunum 1963-1966. Heimili þeirra stóð beint fyrir ofan tjörnina Vilpu. Nú er Kirkjubæjarbraut 17 austasta hús við götuna og svo tekur við hraunið sem hylur bernskuheimili Eyjólfs.
Einnig ræðir Eyjólfur hitamál í stjórnmálum dagsins í dag.
Nánar í næsta blaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst