Bjartey Gylfadóttir er ein þeirra fjölmargra listamanna sem sýnir verk sín á Goslokahátíðinni. Verkin hennar endurspegla bæði landslagið í Eyjum, sem og hina ,,kvenlega orku.“ „Ég er með málverk, bæði landslagsmálverk og andlitsmálverk, segir Bjartey. „Svo er ég einnig með skúlptúra þar sem andlit eru sett í blómavasa og þannig gef ég blómavasanum nýtt líf og skemmtilegan karakter.“
Innblásturinn að verkunum hennar Bjarteyjar kemur að miklu leyti frá náttúru Vestmannaeyja, en einnig úr þeirri orku sem hún tengir við hið kvenlega og einkennist stíllinn hennar af einstakri litagleði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjartey sýnir á Goslokahátíð, en hún hefur áður tekið þátt í bæði einka- og samsýningum í gegnum tíðina. Verkin hennar verða til sýnis í Akóges. Í þetta sinn ætlar Sæþór, eiginmaður Bjarteyjar einnig að taka þátt, en hann verður með mótorhjól til sýnis. ,,Hann verður með 5 hjól á sýningunni og leggur áherslu á að segja sögu í kringum þau, segir Bjartey. Hann mun meðal annars vera með hjól sem hann keypti þegar hann var 10 ára og hefur verið að gera upp í vetur, og það kemur mjög vel út.“ segir hún að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst