Eyjakonur með 5-1 sigur á nýjum Hásteinsvelli
Byrjunarliðið í leiknum í kvöld. Ljósmyndir/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV sigraði sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 10. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á glænýjum Hásteinsvelli og veðrið lék við leikmenn og áhorfendur. Eyjastúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og komust í 1-0 á 27. mínútu þegar Allison Grace Lowrey skoraði eftir góða sendingu í gegn frá Olgu Sevcovu. Olga skapaði næstu tvö mörk ÍBV, það fyrra á 31. mínútu þegar hún kom með fyrirgjöf frá vinstri og Emma Björt F. Jónsdóttir varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Í þriðja markinu átti Olga svo lúmskt skot á markið sem Allison Patricia Clark fylgdi eftir. Grindavík/Njarðvík náði að minnka muninn mínútu fyrir hálfleik þegar Danai Kaldaridou fór fram hjá fjórum varnarmönnum og setti boltann snyrtilega í mark ÍBV. 

Seinni hálfleikurinn var mjög svipaður og sá fyrri, Eyjakonur voru að skapa sér mikið af færum og skoruðu fjórða markið á 62. mínútu þegar Allison Grace Lowrey skoraði af stuttu færi, hennar annað mark í leiknum. Milena Mihaela Patru innsiglaði svo sigurinn á 79. mínútu eftir mikinn klaufagang í vörninni hjá Grindavík/Njarðvík. Frábær 5-1 sigur hjá stelpunum.

Eftir leikinn eru Eyjakonur komnar með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík/Njarðvík er í 4. sæti en eru að berjast við HK og Gróttu um 2. sætið.

Næsti leikur ÍBV er gegn Gróttu miðvikudaginn 16. júlí kl. 18:00. Leikurinn fer fram á Vivaldivellinum.

Nýjustu fréttir

Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.