Telja að viðbyggingin dragi úr umferðaröryggi
12. júlí, 2025
20250710 092734
Búið er að reisa viðbygginguna nú þegar. Myndin er tekin einungis þremur dögum eftir að málið var samþykkt í skipulagsráði.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi umsókn um byggingarleyfi á Búhamri 1, en áður hafði farið fram grenndarkynning. Það er fyrirtækið Skuggabyggð ehf. sem sótti um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 47,3 m².

Undirskriftarlisti frá ellefu nágrönnum barst ráðinu þar sem byggingaráformunum er mótmælt. Bréfritarar telja að viðbyggingin muni takmarka sjónlínur við gatnamótin og þannig draga úr umferðaröryggi.

Segja bygginguna skerða mjög sjónrými við gatnamótin

Í bréfinu segir m.a.:

„Við undirrituð sem hér ritum nöfn okkar á viljum mótmæla þeim áformum að leyft verði að byggja við húsið að Búhamri 1 eins og teikningar sem sendar voru í grenndarkynningu til íbúa við Búhamar.

Bendum við á innsendar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina að hálfu umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja samkvæmt fundi 423 þann 16. júní 2025. Áskilin er réttur til að fara með málið lengra í kæruferil ef þörf er á.

Áformuð bygging er utan við tilgreindan byggingareit eins og öll húsin eru nú og með því að leyfa þetta þá er brotið á stíl og formi bygginga á svæðinu eins og það hefur verið byggt allt frá því að uppbygging svæðisins hófst árið 1975. Með þessu fordæmi eru opnaðar leiðir fyrir frekari breytingar sem ekki verður séð fyrir með þessu leyfi.

Fyrirhuguð bygging mun skerða mjög sjónrými við gatnamótin, og minnkar þar með sýn verulega. Með þessu skapast aukin hætta á slysahættu þar sem blind svæði myndast við gatnamótin.”

Að endingu segir í bréfinu að það sé krafa bréfritara að þessi áform verði dregin til baka í heild sinni.

Í samræmi við leiðbeiningar frá Vegagerðinni

Í niðurstöðu umhverfis- og skipulagsráðs segir að samkvæmt mati sem lá fyrir á fundi ráðsins við ákvörðun eru stöðvunarvegalengdir við gatnamótin í samræmi við leiðbeiningar frá Vegagerðinni. Gætt hefur verið að sjónlínum við gatnamótin með því að setja ákvæði í byggingarleyfi varðandi að háir garðveggir skuli ekki leyfðir og að geymsla lausamuna við austurhlið viðbyggingarinnar sé óheimil.

Áður hafði málið verið tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem málið var einnig samþykkt en með eftirfarandi texta:

„Gæta þarf vel að umferðaröryggi á horni við Búhamar 1, ekki er heimilt að hækka garðveggi og ekki heimilt að leggja ökutækjum á lóð framan við viðbyggingu vegna nálægðar við gatnamót. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.”

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hefur málið nú verið kært til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.