Ölduhæðin í Landeyjahöfn er vel undir spá, stefnir Herjólfur því að sigla til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferjan hóf að sigla þangað klkkan 5.30 í morgun og siglir svo frá Eyjum kl. 10:00, 12:00, 14:00, 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:00, 11:00, 13:00, 15:00, 17:00.
Þá segir í tilkynningunni að einnig sé gott útlit fyrir siglingar aðfaranótt sunnudags og á mánudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst