Eyjakonur skoruðu níu í síðasta leiknum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í dag þegar liðið gjörsigraði Fylki 1-9 í 18. umferð Lengjudeildar kvenna. Þetta var síðasti leikur tímabilsins en þær voru nú þegar búnar að tryggja sér sigur í deildinni. Staðan var 0-4 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir strax á 6. mínútu leiksins. Allisons Clark bætti öðru marki við þremur mínútum síðar og Erna Sólveig Davíðsdóttir kom ÍBV í 0-3 um miðjan hálfleik. Ásdís Þóra Böðvarsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki rétt áður en Olga Sevcova skoraði fjórða mark Eyjakvenna á 41. mínútu. 

Eyjakonur héldu áfram að bæta við mörkum í seinni hálfleik. Allison Lowrey kom ÍBV í 0-5 á 45. mínútu og bætti við sínu öðru marki á 70. mínútu. Hin unga og efnilega Milena Michaela Patru setti sjöunda mark ÍBV fjórum mínútum síðar áður en Allison Lowrey fullkomnaði þrennu sína á 77. mínútu. Það var svo fyrirliðinn Avery Mae Vanderven sem skoraði síðasta mark leiksins á lokamínútunum. Lokatölur 1-9 ÍBV í vil.

Eyjakonur enda deildina með 49 stig, lang efstar. Fylkir var þegar fallið fyrir leikinn og endaði í 9. sæti með 8 stig. Grindavík/Njarðvík tryggði sér á sama tíma 2. sætið í deildinni með 4-1 sigri á HK. Grindavík/Njarðvík leikur því líkt og ÍBV í Bestu deildinni árið 2026 á meðan HK situr eftir með sárt ennið í 3. sæti.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.