Ákveðið hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp.
Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar til annað kemur í ljós. Tilkynning verður gefin út um leið og betri upplýsingar liggja fyrir ef fella þarf niður fleiri ferðir í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst