Áfangi eitt er kominn í framleiðslu, og er á áætlun. Öll átta kerin, sem eru 28 metrar á þvermál og rúmar 5000 rúmmetrar, eru nú komin með lax í ræktun. Vinnsluaðstaða LAXEY er brátt að verða fullbúin og er áætlað að fyrsta vinnsla fari fram í nóvember.
Samhliða þessu er uppbygging á áfanga tvö komin vel af stað; sex ker eru komin með útveggi og tvö þeirra einnig með þak. Áætlað er að útveggir og þök verði klár í nóvember.
Að baki verkefninu standa öflugir hluthafar, bæði innlendir og erlendir, og hafa margir þeirra komið inn í félagið á síðustu tveimur árunum í gegnum afar vel heppnuð hlutafjárútboð. Á síðasta ári bættust við meðal annars sterkir erlendir fjárfestar sem tengjast allri virðiskeðjunni frá fóðri til sölu.
Af Fésbókarsíðu Laxeyjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst