Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is.
Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur hjá N1, Lækjargötu 46 í Hafnarfirði. Þrír miðhafar voru með 2. vinning sem er 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Tvistinum í Vestmannaeyjum, á lotto.is og í appinu, segir í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.
Tölur dagsins má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst