Vöruhúsið tók við rekstri mötuneytist Laxeyjar þann 20. september og stígur því ný skref í starfsemi sinni, en mötuneyti Laxeyjar var áður í þeirra eigin umsjá. Mötuneytið er vel sótt og þjónar starfsfólki Laxeyjar og tengdum aðilum.
Vöruhúsið opnaði sumarið 2024 og hefur stimplað rækilega inn sem einn af vinsælustu matsölustöðum Vestmannaeyja. Staðurinn er í eigu þeirra Antons Arnar Eggertssonar, Hildar Rúnar Róbertsdóttur, Róberts Agnarssonar og Sigrúnar Óskar Ómarsdóttur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst