Vegna skoðunar á björgunarbúnaði ferjunnar falla niður eftirfarandi ferðir. Fimmtudaginn 2.október kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Sunnudaginn 5.október kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn.
Nokkrar vikur er síðan lokað var fyrir bókanir í þessar ferðir og því enginn sem átti bókað, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ef sigla þarf til/frá Þorlákshöfn þessa daga mun seinni ferð dagsins vera kl. 17:00 í stað 16:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 20:45 í stað 19:45 frá Þorlákshöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst