Eyjakonur með öruggan sigur á Selfossi
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Kvennalið ÍBV í handbolta vann öruggan 31-22 sigur á Selfossi í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í kvöld. Eyjakonur hófu leikinn af krafti og voru fjórum mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru búnar af leiknum. Í hálfleik var staðan 16-12. 

Eyjakonur gáfu enn frekar í í seinni hálfleik og komust mest 12 mörkum yfir. Lokatölur leiksins 31-22. Eyjakonur eru að byrja tímabilið vel en þær komnar með þrjá sigra í fjórum leikjum og sitja í 2. sæti deildarinnar eins og er. Selfosskonur hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru stigalausar á botninum. 

Sandra Erlingsdóttir átti frábæran leik í liði ÍBV og var markahæst í leiknum með 10 mörk. Amalia Frøland átti einnig mjög góðan leik og varði 16 skot. Ólöf Maren Bjarnadóttir var með 3 skot varin. 

Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 10 mörk, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Ásdís Halla Hjarðar 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1.

Næsti leikur ÍBV er miðvikudaginn 8. október gegn Haukum á Ásvöllum kl. 18:30.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.