„Drottinn ég tilbið þig er lag sem ég samdi þegar ég bjó í Eyjum. Þetta er tilbeiðslulag og bæn um frelsun, Bæn um frelsun bæði hina stærstu og svo freslun frá því sem angrar fólk dagsdaglega. Litlar áhyggjur og vanlíðan sem og miklar,“ segir Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir sem á lag á plötu Guðbjargar Elísu Hafsteinsdóttur, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf nýverið út plötuna Komi ríki þitt.
„Ég var búin að semja tvö, þrjú lög sem öll voru frumflutt á Aglow fundum heima í Eyjum og ég fékk mikla hvatningu frá Aglowkonunum mínum til að halda áfram að semja. Ég fékk síðar gagnrýni frá aðila um að lögin mín væru ekki sálmar eða lofgjörð. þau væru of löng og þau ættu að passa á eina glæru. Ég með mitt litla sjálfstraust þegar kom að tónlistinni á þeim tíma, ætlaði fyrst að taka gagnrýnina til mín og hætta að semja,“ segir Guðrún sem lét þá ekki deigan síga.
„Ég hafði fengið lögin mín til mín og var viss um að þau væru frá Guði komin og þess vegna hafið ég kjarkinn til þess að flytja þau opinberlega. Mér fannst skrýtið að Guð skyldi hafa gefa mér þá náðargáfu að semja lög og texta sem væru svo ekki nógu góð. Í stað þess að gefast upp, settist ég við gluggan minn í Dverghamrinum, tók upp gítarinn og sagði við Guð að nú þyrfti ég einnar glæru tilbeiðslulag og ég þyrfti það núna.
Lagið og textinn komu samhliða og á tíu mínútum var lagið tilbúið. Þá fékk ég vissu um að ég væri að gera það sem mér bar. Mér þykir mjög vænt um, Drottinn ég tilbið þig og ég veit að það hefur hreyft við mörgum meðal annars Guggu Lísu sem valdi það á fallegu og gefandi plötuna sína.“
Hlekkur á lag Guðrúnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst