Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó.
Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá sem starfa á sjó, hvort sem það eru atvinnusjómenn, fiskimenn eða aðrir sem vinna til sjós. Starfið geti verið hættulegt og því sé mikilvægt að tryggingarnar standi undir sínu, enda sé algengt að alvarleg slys eða veikindi tengist störfum á sjó.
Hún útskýrir að helsti munurinn á almennum tryggingum og sértækum sjómannatryggingum sé að sjómannatryggingar taki mið af þeim aðstæðum sem sjómenn búa við. Þetta felur meðal annars í sér bætur við slys á sjó, örorku, veikindi, tekjutap og endurhæfingu.
Agnes bendir á að oft gleymist eða vanmetist tekjutapið og langvarandi veikindi. Margir einblíni á slysa- og líftryggingar, sem séu auðvitað mikilvægar, en ef maður missi vinnu vegna veikinda eða slyss án tekjutryggingar geti það haft gríðarleg áhrif á heimilisbókhaldið. Tryggja leggur mikla áherslu á að tryggja þessa þætti líka, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.
Ef sjómaður vill tryggja sig hjá Tryggja, segir Agnes að ferlið byrji á því að farið sé yfir aðstæður viðkomandi – hvar hann vinnur, hvað hann er að gera og hvort hann sé sjálfstæður eða á launaskrá. Þetta sé einfalt og fljótlegt að ganga frá í síma, en ráðgjafar Tryggja taka einnig vel á móti þeim sem kjósa að hitta ráðgjafa persónulega.
Agnes segir að rétt sé að allir sem starfi á sjó – hvort sem það er á fiskiskipum, í ferðaþjónustu, vöruflutningum eða öðrum störfum – geti nýtt sér sjómannatryggingar. Tryggja hafi einnig séð aukningu í eftirspurn eftir þessum tryggingum, þar sem fólk sé orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að vera rétt tryggt. Reynslan sýni að þegar einn sjómaður hafi góða reynslu af tryggingum hjá Tryggja, fylgi oft annar í kjölfarið.
Að lokum hvetur Agnes sjómenn til að bíða ekki með að skoða tryggingarnar sínar. Hún segir að það kosti ekkert að fá ráðgjöf og að Tryggja taki alltaf vel á móti fólki, til að tryggja að það og fjölskylda þess sé örugg – bæði á sjó og landi.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.