Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi
Sigurður Jökull Ólafsson skrifar
Tvo Skemmtiferdaskip 20250707 112459
Myndin er tekin í sumar. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Við lok heimsfaraldar hélt jákvæð þróun í fjölgun komu skemmtiferðaskipa til Íslands áfram eftir tveggja ára hlé. Toppi var náð árið 2024, þegar hafnir Íslands þjónustuðu tæplega 100 skip í samtals 1.209 skipakomum sem skiptust þannig að 21,4% af komunum voru í Reykjavík en 78,6% á landsbyggðinni. Þótt ljóst sé að ekki er svipuðum tölum til að dreifa í fluginu liggur fyrir að yfirgnæfandi meirihluti, um 99,89%, koma í gegnum Keflavík. Drifkraftar þessarar aukningar í skipakomum voru, langvarandi markaðssetning Cruise Iceland, aukning í farþegaskiptum, almennur og mikill áhugi á Íslandi og uppsöfnuð ferðaþörf eftir heimsfaraldur.

Örar og skyndilegar breytingar á rekstrarumhverfi skemmtiferðaskipa á Íslandi, allt frá haustmánuðum 2023, hafa hins vegar valdið óvissu meðal útgerða þeirra skemmtiferðaskipa sem sækja landið heim. Óvissan, ásamt breytingum í rekstrarumhverfi eru núna á haustmánuðum ársins 2025 að skila sér í mikilli fækkun í skipakomum sem mun fyrst og fremst koma niður á minni höfnum landsbyggðarinnar.

Skipulagning og bókanir skemmtiferðaskipa eru unnar 2–4 ár fram í tímann og því munum við einungis sjá lítilsháttar breytingu á þessu ári. Það er hins vegar fyrirséður 17% samdráttur í heildarskipakomum á næsta ári og 37% samdráttur á árinu 2027, miðað við árið 2024. Ef við skoðum breytingar í brúttótonnum, sem gefa raunsæja mynd af heildarumsvifum, þá er áætlaður samdráttur 12% á næsta ári og 23% á árinu 2027, miðað við árið 2024. Bókunarstaðan gefur til kynna að minni skip komi síður en þau hafa einmitt einnig sótt minni hafnir hringinn í kringum landið. Þótt að bókunarstaða sé í raun alltaf áætlun, þá hefur verið hægt að áætla með nokkurri vissu 1,5 til 2 árum fram í tímann miðað við þá hefð sem hefur skapast í bókunum og því eru þessar tölur teknar alvarlega.

Bókunarstaða meðal einstakra hafna

Skemmtiferðaskip heimsækja tæplega 40 hafnir og áfangastaði á landinu öllu, og í ljósi þess að um er að ræða mismunandi skip með mismunandi þarfir og markhópa, munu breytingar á bókunarstöðu því ekki leggjast jafnt á allar hafnir.

Meðal stærstu hafna landsins þá er fyrirséð talsverð fækkun í skipakomum fyrir árið 2026 og enn meiri fyrir árið 2027, miðað við metárið 2024. Nánari niðurbrot má sjá á töflunni að neðan.

Höfn 2024 2025 2026 2027
Reykjavík/Akranes 259 239 217 174
Akureyri/Hrísey/Grímsey 256 219 193 153
Ísafjörður 195 191 175 136
Seyðisfjörður 97 92 89 71
Grundarfjörður 67 79 85 59
Vestmannaeyjar 103 86 99 61

Meðal minni hafna má segja að fækkun í bókunum fyrir árið 2027 séu hrun, sem rekja má til afnám tollfrelsis, nýju innviðargjaldi, stuttum fyrirvara á gjaldtöku og almennri óvissu með fyrirkomulag á rekstri skemmtiferðaskipa við Íslandsstrendur.

Hafnir eins og höfnin á Siglufirði, Borgarfirði Eystri, Djúpavogi og Húsavík sjá fram á allt að 95% fækkun í skipakomum. Á töflunni að neðan má sjá niðurbrot í skipakomum eftir árum meðal minni hafna á Íslandi.

Höfn 2024 2025 2026 2027
Djúpivogur 64 59 42 31
Siglufjörður 27 32 10 8
Borgarfjörður Eystri 21 22 12 1
Húsavík 50 56 27 19
Hafnarfjörður 19 18 31 16
Vesturbyggð 26 7 20 7
Sauðárkrókur 8 9 6 6

Sigurður Jökull Ólafsson
Framkvæmdastjóri Cruise Iceland

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.