Karlalið ÍBV í handbolta er úr leik í Powerade bikarnum eftir 27-22 tap gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í kvöld.
ÍBV var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru yfir með fjórum mörkum í hálfleik 8-12.
Eyjamenn voru yfir framan af í síðari hálfleik og voru með tveggja marka forystu 16-18 þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Afturelding jafnaði leikinn í 18-18 þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Staðan var hnífjöfn þegar aðeins sex mínútur voru eftir en Afturelding átti mjög góðan lokakafla og skoruðu sex mörk í röð. Lokatölur leiksins 27-22 Aftureldingu í vil og Eyjamenn eru úr leik í bikarnum.
Andri Erlingsson var markahæstur í leiknum með 6 mörk ásamt Ihor Kopyshynskyi leikmanni Aftureldingar. Petar Jokanovic varði 12 skot.
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 6, Jakob Ingi Stefánsson 5, Daníel Þór Ingason 3, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Sveinn José Rivera 1.
Næsti leikur ÍBV í Olís deildinni er heimaleikur gegn Haukum föstudaginn 10. október kl. 18:45.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst