Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í fimmtu umferð Olís deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leiknum lauk með 18-20 sigri ÍBV. Eyjakonur komust í 0-3 á upphafsmínútum leiksins og voru mest yfir með fimm mörkum 8-13. Staðan í hálfleik 10-13.
Eyjakonur héldu sama dampi í síðari hálfleik og voru yfir allan leikinn. Haukar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en komust ekki nær en það. Lokatölur leiksins 18-20 ÍBV í vil. Eyjakonur eru nú komnar með fjóra sigra í fimm leikjum og eru með 8 stig í 2. sæti deildarinnar. Haukar eru með 5 stig í 6. sæti.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í leiknum með 7 mörk. Amalia Frøland var með 9 skot varin.
Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld en ÍR sigruðu KA/Þór með einu marki, 30-29 og Valskonur sigruðu Fram 28-24.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1.
Eyjakonur mæta næst Val á Hlíðarenda laugardaginn 25. október kl. 16:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst