Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá mætast Afturelding og ÍBV og er fyrrnefnda liðið á heimavelli. Mosfellingar í öðru sæti deildarinnar með 10 stig úr 6 leikjum en leikurinn í dag er lokaleikur sjöundu umferðar. Eyjamenn eru hins vegar í sjöunda sæti með 6 stig.
Liðin mættust nýverið í bikarnum á sama velli og höfðu heimamenn betur þar. Flautað verður til leiks klukkan 15.00 í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst