Marcel framlengir samning við ÍBV
Marcel Zapytowski öruggur í markinu. Ljósmynd/ibvsport.is

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu félagsins.

Zapytowski hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV á tímabilinu og átt stóran þátt í sterkum varnarleik liðsins. Aðeins Íslandsmeistarar Víkings hafa fengið á sig færri mörk í Bestu deildinni í sumar.

Marcel, sem er 24 ára, hefur staðið vaktina í markinu í 25 af 26 deildarleikjum ÍBV og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Í tilkynningunni segir að markvörðurinn hafi notið þess að vera í Vestmannaeyjum og hafi viljað tryggja áframhaldandi dvöl sína í Eyjum. Þá lýsir knattspyrnuráð ÍBV mikilli ánægju með framlenginguna og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við hinn efnilega markvörð.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.