Tónleikarnir Ég skal syngja fyrir þig fóru fram í Höllinni á fimmtudagskvöldið, þar sem Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir heiðruðu textaskáldið Jónas Friðrik.
Gosarnir – Jarl, Dúni, Þórir, Gísli, Sæþór og Biggi – urðu til í kringum jólahlaðborð Hallarinnar, og eftir að Einar Ágúst steig á svið með þeim kviknaði hugmyndin að þessu verkefni. Frumraunin fór fram í Salnum í vor og hlaut frábærar viðtökur.
Á tónleikunum í Höllinni mátti heyra bæði þekkt og ný lög, meðal annars Dýrið gengur laust, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Áðan í útvarpinu, Gullvagninn og titillagið Ég skal syngja fyrir þig. Gestasöngvari kvöldsins var María Fönn Frostadóttir, sem tók nokkur lög með bandinu við afar góðar undirtektir áhorfenda.
Stemningin var frábær og ljóst að verkefnið – sem er bæði skemmtilegt og metnaðarfullt – á eftir að halda áfram að gleðja tónleikagesti víða um land. Sjáðu fleiri myndir og myndband frá tónleikunum hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.