Saga úr Höllinni – Einar Ágúst og Gosarnir heiðruðu Jónas Friðrik
Einar Ágúst, Sæþór Vídó og María Fönn Frostadóttir á sviðinu. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Tónleikarnir Ég skal syngja fyrir þig fóru fram í Höllinni á fimmtudagskvöldið, þar sem Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir heiðruðu textaskáldið Jónas Friðrik.

Gosarnir – Jarl, Dúni, Þórir, Gísli, Sæþór og Biggi – urðu til í kringum jólahlaðborð Hallarinnar, og eftir að Einar Ágúst steig á svið með þeim kviknaði hugmyndin að þessu verkefni. Frumraunin fór fram í Salnum í vor og hlaut frábærar viðtökur.

Á tónleikunum í Höllinni mátti heyra bæði þekkt og ný lög, meðal annars Dýrið gengur laust, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Áðan í útvarpinu, Gullvagninn og titillagið Ég skal syngja fyrir þig. Gestasöngvari kvöldsins var María Fönn Frostadóttir, sem tók nokkur lög með bandinu við afar góðar undirtektir áhorfenda.

Stemningin var frábær og ljóst að verkefnið – sem er bæði skemmtilegt og metnaðarfullt – á eftir að halda áfram að gleðja tónleikagesti víða um land. Sjáðu fleiri myndir og myndband frá tónleikunum hér að neðan.

 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.