Í dag lýkur 9. umferð Olísdeildar kvenna með tveimur leikjum. Í Garðabæ mætir Stjarnan liði ÍBV í Heklu Höllinni, þar sem heimastúlkur eru enn án sigurs og hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu átta leikjum sínum. Eyjaliðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir jafnmarga leiki og ætla sér að halda í toppbaráttuna. Flautað verður til leiks klukkan 16.30.
Laugardagur 15. nóvember 2025
15:00 – KA heimilið
KA/Þór – Selfoss
16:30 – Heklu Höllin
Stjarnan – ÍBV




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst