Nú er sá tími kominn þar sem byrjað er að undirbúa jólaljósin í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skapa þau líkt og áður fallega og friðsæla aðventu- og jólastemningu í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan ræðir Halldór B. Halldórsson stuttlega við þá félaga sem sjá um að tengja ljósin ár hvert.
Að þessu sinni markar atburðurinn tímamót þar sem Sveinn Sveinsson er að hætta eftir ótrúleg 50 ára í þessu starfi á aðventunni í garðinum. Bjarni Geir Pétursson tekur nú við keflinu og verður að tengja ljósin ásamt Steingrími Svavarssyni. Myndvinnslu annaðist Halldór B. Halldórsson.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst