Nýtt tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fjölbreyttu og áhugaverðu efni þar sem lesendur fá innsýn í samfélagsmál, viðskipti, mannlíf, listir og menningu í Vestmannaeyjum.
Í blaðinu er m.a. ítarleg umfjöllun um stöðu sértækrar frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, þar sem Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fer yfir ástæður tafa, breytta eftirspurn og nýjar lausnir sem sveitarfélagið hyggst innleiða.
Eyjamaður mánaðarins að þessu sinni er María Fönn Frostadóttir, sem nýlega fékk forsetamerki Bandalags íslenskra skáta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í viðtali segir hún frá ferðalagi sínu í gegnum skátastarfið, tónlistinni og hvatningunni sem drífur hana áfram.
Viðskiptaumfjöllun blaðsins er einnig umfangsmikil að þessu sinni. Fjallað er um þau sextán fyrirtæki í Eyjum sem hljóta viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2025 frá Creditinfo, og rætt við stjórnendur Heildverslunar Karls Kristmanns sem fagnar 95 ára afmæli á næsta ári. Þá er farið yfir rekstur og framtíðarplön Einsa Kalda, þar sem Einar Björn Árnason ræðir bæði veisluþjónustu, veitingastaðinn og skólamatarverkefnið sem nær til 800 barna.
Nýtt áætlunarflug Norlandair til Eyja fær góðan sess í blaðinu, en félagið hefst handa við reglulegt flug til Reykjavíkur í byrjun desember, fimm sinnum í viku, með talsverða styttingu ferðatíma fyrir Eyjamenn. Einnig er ítarlegt viðtal við Þór Engilbertsson um jarðgöng, hafnarhugmyndir og framtíðarlausnir Vestmannaeyja.
Af menningu og mannlífi má nefna viðtöl við listakonuna Jónýju Hjörleifsdóttur sem hefur vakið athygli fyrir keramikhönnun sína, auk viðtals við Dagbjörtu Guðbrandsdóttur, sérnámslækni sem flutti með fjölskyldu sinni til Eyja á síðasta ári. Þá er einnig fjallað um sýningar Leikfélags Vestmannaeyja á Skilaboðaskjóðunni, þar sem stór hópur leikarar og sjálfboðaliðar koma að uppsetningunni.
Í fasteignaþættinum er “Innlit á Eyjaheimili” með umfjöllun um nýbyggingu í Miðstræti 11a, glæsilegt einbýlishús í skandinavískum sveitastíl sem nú rís í hjarta miðbæjarins. Einnig er sagt frá starfsemi og framtíðarplönum Vera Lífsgæðaseturs, sem býður fjölbreytta heildræna þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hægt er að gerast áskrifandi að Eyjafréttum hér á vefnum, en blaðið fæst einnig í lausasölu í Tvistinum og á Kletti. Áskrifendur geta nálgast vefútgáfuna hér. Ef þú vilt gerast áskrifandi þá er þetta síðan sem þú getur með auðveldum hætti náð þér í blaðið.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.