Stýrihópum falið að skoða hagræðingarleiðir
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um skipan tveggja stýrihópa sem eiga að fara yfir mögulegar hagræðingarleiðir innan sveitarfélagsins.

Annar hópurinn mun fjalla um hagræðingu á umhverfis- og framkvæmdasviði. Í honum sitja Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri sviðsins, Rannveig Ísfjörð byggingarfulltrúi, Dóra Björk Gunnarsdóttir hafnarstjóri, Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður í framkvæmda- og hafnarráði og Margrét Rós Ingólfsdóttir varaformaður í umhverfis- og skipulagsráði.

Hinn hópurinn mun skoða hagræðingarleiðir innan stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs. Í honum eiga sæti Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Hrefna Jónsdóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs og Gísli Stefánsson varaformaður sama ráðs.

Bæjarráð samþykkti tillöguna samhljóða og fól framkvæmdastjóranum að útbúa erindisbréf fyrir stýrihópana.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.