Kæri Páll
Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Johann Ingi Ads IMG 4231 (1)
Jóhann Ingi Óskarsson

Takk fyrir greinina – en ég verð að byrja á því sem skiptir mig mestu:

Í mínum tveimur greinum hef ég aldrei nefnt einn einasta bæjarfulltrúa með nafni. Ég fjallaði um bæjarstjórn sem heild, forgangsröðun hennar, efnahagsstjórn og skort á umræðu.

Ég valdi að nafngreina engan, af virðingu – því gagnrýni mín sneri að kerfi og ákvörðunum, ekki einstaklingum.

Það gerir því töluvert mikið þegar forseti bæjarstjórnar ákveður að svara mér með persónulegri grein, beint á minn einstakling, áður en hann hefur nokkurn tímann haft samband við mig í persónu.

Það er einmitt þetta sem ég hef verið að benda á:

Þögn gagnvart ungu fólki – og svo varnargreinar þegar það hefur loksins tjáð sig.

Ég skrifaði greinarnar tvær:

  • „Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal“
  • „Eyjar í draumi eða dáleiðslu – þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg“

 

Til að ræða málefnin, ekki mennina. Til að ólík sjónarmið fengju rými. Til að hefja umræðu sem margir hafa talið vanta.

Í stað þess að hringja, bjóða á fund eða spyrja mig út í þær áhyggjur sem ég og fjölmargir fleiri höfum – þá er birt opinber grein með ítarlegri vörn á móti einstaklingi sem hefur einfaldlega bent á kerfislæg vandamál.

Það má kalla það hroka, það má kalla það fjarlægð – en hvernig sem við orðum það þá er þetta ekki leiðin til að hvetja ungt fólk til þátttöku í samfélaginu.

Ég ætla að svara öllum efnisatriðum í grein þinni með tölum og staðreyndum.

Það kemur.

En áður en við förum dýpra í málin er mikilvægt að benda á þetta:

Ég valdi að nafngreina engan.

Þú valdir að persónugera umræðuna.

Það segir margt um stöðuna og fjarðlægðina sem ég hef bent á.

Ég mun halda áfram að skrifa og taka þátt – ekki vegna pólitískra hvata heldur vegna þess að ég er íbúi, faðir og vinnandi maður sem vill sjá skýra forgangsröðun og raunverulegt samtal í bæjarfélaginu okkar.

Ef vilji er til má alltaf ræða þessi mál, manneskja við manneskju. Það er það sem ég hef verið að kalla eftir frá upphafi.

 

Jóhann Ingi Óskarsson

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.