Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir í sinn hlut tæpar 1.6 milljónir króna. Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn úr Reykjavík og styður við bakið á Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík.
Báðir tippararnir tippuðu á að Arsenal myndi vinna Wolves og glöddust yfir tveim sjálfsmörkum Wolves sem tryggðu Arsenal stigin og tippurunum vinninginn, segir í tilkynningu frá Íslenskum getraunum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst