Fjölskylda?
Giftur Guðbjörgu Guðmannsdóttur og saman eigum við þrjú börn. Kristínu Klöru, Jósúa Steinar og svo Nóel Gauta.
Hvernig leggjast jólin í þig?
Jólin leggjast alltaf vel í mig. Svei mér þá ef þau leggjast ekki alltaf betur og betur í mig. Maður hefur alltaf eitthvað meira til að vera þakklátur fyrir.
Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér?
Ekkert sérstaklega mikið. Held að það sé frekar hefðbundið. Það eru aðeins breyttir tímar í dag heldur en þegar ég var krakki.
Ertu með einhverja sérstaka hefð á jólunum?
Ég er með þær nokkrar. Ég vil alltaf horfa á Arthur Christmas (teiknimynd) í nóvember til að starta jólastemningunni með allri fjölskyldunni. Helst hafa það þannig að börnin vilja ekki horfa á myndina. Ég hef verið svo heppinn að fá skötu hjá Óskari Frey frænda og Lóu í hádeginu á þorláksmessu, um kvöldið förum við alltaf á Einsa Kalda. Á aðfangadag förum við svo alltaf uppá Helgafell í göngu sem endar í kirkjugarðinum til að kveikja á kertum og svo er frábært að enda árið í hlaupi til styrktar krabbavörn Vestmannaeyja.
Hvert er þitt uppáhalds jólalag?
Ég hlusta langmest á plöturnar frá Lón og Michael Bublé en ef ég ætti að velja eitt lag þá væri það White Christmas með Bing Crosby.
Hvað er í matinn hjá þér/ykkur á aðfangadag?
Kalkúnn, alltaf kalkúnn. Ég hef reynt að breyta því en fæ engu ráðið um það.
Hvað stendur upp úr á jólunum?
Samveran með fjölskyldu og vinum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst