Við þurfum að vera á tánum
31. desember, 2025
Gisli Stef Is
Gísli Stefánsson

Bæjarfulltrúar á áramótum – Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Árið sem er að líða hefur gefið taktinn fyrir það næsta. Hagræðingartillögur ríkisstjórnar sem voru eftir allt saman bara fjölmiðlastönt, ESB komið á línulega dagskrá sem enginn horfir á lengur og svo leiðréttingar á því óréttlæti sem skapast þegar sjávarútvegurinn hagnast. Margir þeir úr pólitíkinni hér í Eyjum sem skrifað hafa pistla að undanförnu hafa fremur dregið það jákvæða fram sem gerst hefur undanfarið og kann að vera í farteskinu. Það er því vel pláss fyrir pistil sem gefur félögum í fýlupúkafélögum vítt og breytt ekkert eftir.

Atvinnulífið á undir högg að sækja

Leiðréttingar, gatafyllingar og sleggjur frá ríkisstjórn hafa ekki hjálpað atvinnulífinu í Vestmannaeyjum, sérstaklega þegar litið er til hins hefðbundna sjávarútvegs. Hin höfuðborgarmiðaða ríkisstjórn lætur sér fátt um finnast þó að sjávarútvegssveitarfélög geri nákvæma greiningu á áhrifum veiðigjalda. Greiningin sem gerð var í atvinnuvegaráðuneytinu, sem aldrei hefur verið opinberuð, gaf sennilega til kynna að það að skaða sjávarútveginn væri svo ótrúlega vinsælt að það borgaði sig upp á fylgið. Nú er svo í gangi mjög alvarlegt mál sem snýr að samningum um skiptingu makrílkvótans, eitthvað sem meðaljón eins og ég skil lítið í. Ég skil þó að það sé mjög varhugavert að aðilar sjávarútvegsins hér á landi komi lítið sem ekkert að samningagerðinni ólíkt því sem þekkist hjá öðrum viðsemjendum. Svo þegar maður sér að utanríkisráðuneytið á sinni ESB vegferð hefur tekið yfir samningagerðina af atvinnuvegaráðuneytinu getur maður ekki annað en fyllst tortryggni.

Í samfélagi sem byggir grunn sinn á sjávarútvegi og flest önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu byggja sína afkomu á mun þetta hafa slæm áhrif á afkomu fólksins hér í bænum sem og sveitarfélagsins. Hagræðing verður víða óumflýjanleg. Ljósið í myrkrinu er þó Laxey og uppbyggingin þar sem mun gera skellinn minni en annars staðar.

Innviðir í hættu

Samgöngur mun halda áfram að vera slagur. Úrbætur í Landeyjahöfn sem og fleiri flug á viku verður áfram mikið hark. Þar er hægagangurinn hjá ríkinu augljós. Mikill slagur verður á Alþingi um samgönguáætlun þar sem Vestmannaeyjar fá lítið pláss. Gríðarleg hækkun á orkukostnaði um áramót með tilkomu bættra orkuinnviða er líka mikið áhyggjuefni sem mun á nokkurs vafa hafa veruleg áhrif. Við erum svo sjálf að fara að leggja nýja vatnsleiðslu sem miklum tilkostnaði þar sem framlag ríkisins er langt undir því sem við teljum sjálf eðlilegt þegar horft er til þeirrar vár sem mun koma upp ef skemmda leiðslan gefur sig.

Fyrsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar að taka lán

Ef ríkið mun ekki koma betur á móts við kostnaðinn við nýja vatnsleiðslu eru allar líkur á að eitt af fyrstu verkefnum nýrrar bæjarstjórnar í maí verði að taka lán fyrir framkvæmdinni. Það mun draga úr fjárfestingagetu sveitarfélagsins til lengri tíma. Megin ástæða sinnuleysis ríkisins í þessu máli tel ég að megi rekja til sterkrar fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar sem er skuldlaust sveitarfélag. Væri sveitarfélagið skuldum vafið er ég ekki í nokkrum vafa um að ríkið væri búið að ganga mun lengra í að klára málið. Þetta er slæmt fordæmi og gerir lítið úr því að fara vel með peninga almennings.

Eyjagöng, Laxey og Vöruhúsið

Í þessu öllu blómstar þó einkaframtakið. Nýstofnað félag um gangaframkvæmdir, Eyjagöng er framtak ársins að mínu mati. Markmið félagsins er að vinna að göngum milli lands og Eyja í sem mestu samstarfi við hluteigandi aðila eins og Vestmannaeyjabæ, Vegagerðina og Rangárþing eystra og hafa viðbrögðin verið góð eftir því. Ég bind sjálfur miklar vonir við þetta verkefni.

Laxey náði svo þeim merka áfanga að klára fyrstu slátrun með eindæmum vel. Gæðin í hæsta gæðaflokki og afföllin svo gott sem engin. Laxey er fyrirtæki ársins að mínu mati ásamt Vöruhúsinu sem sýnt hefur að vel er hægt að reka veitingastað allt árið um kring í Vestmannaeyjum. Að baki þessum fyrirtækjum er þrotlaus vinna stofnenda og eigenda dettur ekki í hug að hætta í hádeginu á föstudögum til að fá örugglega vinnutímastyttinguna sína.

Það gerist ekkert nema við gerum það sjálf

Að gæta hagsmuna sveitarfélags eins og okkar sem getur lítið samnýtt þjónustu með öðrum sveitarfélögum gerist ekki nema við gerum það sjálf. Flest kostar meira og vinnubrögðin í pólitíkinni, sérstaklega gagnvart ríkinu einkennist fremur að varnarbaráttu en því að vera í sókn. Þá skipta litlu sigrarnir miklu máli og við sem höfum verið saman í bæjarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili höfum verið samstíga gagnvart ríkinu. Ég tel að þörfin við sterka hagsmunagæslu mun bara aukast á nýju ári og munu atvinnumálin skipa mun meiri sess en oft áður vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Það ber þó að hafa í huga að Vestmannaeyjar er sveitarfélag sem stendur af sér þau áföll sem það lendir í. Það segir sagan okkur. Þar skiptir samheldnin öllu.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.